22. okt. 2021 Lýðræði og mannréttindi Stjórnsýsla

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar

Bæjarstjórn Garðabæjar fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast fundirnir kl. 17. Áhugasamir geta fylgst með fundunum í beinni útsendingu á vef Garðabæjar og einnig er hægt að horfa á upptökur af fundunum á vefnum.  

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi

Bæjarstjórn Garðabæjar fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast fundirnir kl. 17.  Fundir bæjarstjórnarinnar eru haldnir í fjölnota fundarsalnum Sveinatungu á Garðatorgi 7.  Íbúar sem og aðrir áhugasamir geta mætt á staðinn og fylgst með fundunum þar sem fundirnir eru öllum opnir með fyrirvara um fjarlægðarreglu vegna sóttvarna.  Jafnframt er fundunum streymt beint á vef Garðabæjar og einnig er hægt að horfa á upptökur af fundunum hér á vefnum. 

Næstu fundir bæjarstjórnar Garðabæjar á haustönn 2021 eru fyrirhugaðir á eftirfarandi tímum:

4. og 18. nóvember
2. og 16. desember

Útsendingar og fundargerðir

Hér má sjá útsendingu síðasta fundar bæjarstjórnar.

Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund.

Upptökur (myndupptökur og eldri hljóðupptökur) af fundum bæjarstjórnar má sjá hér.