17. maí 2022

Endurtalning atkvæða

Yfirkjörstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að verða við beiðni um endurtalningu atkvæða vegna sveitarstjórnarkosninga. Endurtalning fer fram miðvikudaginn 18. maí nk.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Yfirkjörstjórn Garðabæjar kom saman mánudaginn 16. maí 2022 í tilefni af erindi Garðabæjarlistans, sem barst mánudaginn 16. maí,  þar sem farið var fram á endurtalningu atkvæða vegna þess hve litlu munaði á atkvæðafjölda á sjöunda manni inn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru laugardaginn 14. maí sl. 

Yfirkjörstjórn Garðabæjar samþykkti að verða við beiðninni og mun endurtalning fara fram kl. 16:00 miðvikudaginn 18. maí nk. í Sveinatungu við Garðatorg 7.  Umboðsmenn flokka hafa fengið boð um að vera viðstaddir endurtalningu atkvæða. 

End­urtaln­ing ætti að taka tölu­vert styttri tíma en fyrsta taln­ing­in, þar sem búið er að flokka og telja atkvæðin í bunka.  Taln­ing og sam­lagn­ing ætti aðeins að taka um þrjá til fjóra tíma og niðurstaða ætti því að liggja fyrir um og eftir kvöld­mat­ar­leytið, gangi allt sam­kvæmt áætl­un.