19. nóv. 2019

Dikta spilaði í tónlistarveislunni

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 14. nóvember sl. á Garðatorgi. 

  • Dikta - Tónlistarveisla í skammdeginu
    Dikta - Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 14. nóvember sl. á Garðatorgi. Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.
Að þessu sinni var það hljómsveitin Dikta sem steig á svið og flutti vel þekkt lög sín í gegnum tíðina við góðar undirtektir tónleikagesta. Hljómsveitin Dikta er ættuð úr Garðabæ og heldur þetta ár upp á 20 ára starfsafmæli sitt. 

Í ár sem fyrri ár gátu gestir á Garðatorginu heimsótt einstaka búðir sem höfðu opið lengur í tilefni kvöldsins. Gestir gátu einnig keypt léttar veitingar á staðnum til styrktar Lionsklúbbi Garðabæjar. Myndlistarfélagið Gróska bauð einnig gestum og gangandi að skoða árlega samsýningu félagsmanna sinna, ,,Flækjur" þetta sama kvöld.

Meðfylgjandi myndir með frétt eru frá myndlistarsýningu Grósku og Tónlistarveislu í skammdeginu á Garðatorgi.

Dikta - Tónlistarveisla í skammdeginu

Dikta - Tónlistarveisla í skammdeginuDikta - Tónlistarveisla í skammdeginu

Flækjur - haustsýning Grósku

Flækjur - haustsýning Grósku