19. apr. 2023

Fjör á Barnamenningarhátíð- troðfull dagskrá á laugardag!

750 börn njóta dagskrár dagana 17. – 21. apríl í Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar, Minjagarðinum á Hofsstöðum og Aftur til Hofsstaða og á Garðatorgi. 

Barnamenningarhátíð í Garðabæ lýkur laugardaginn 22. apríl með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin samanstendur af viðburðum sem skólabörn fengu að taka þátt í vikuna 17. – 21. apríl en 40 mismunandi smiðjur voru í boði fyrir skólahópa.

Á Hönnunarsafni Íslands fer fram fígúrusmiðja frá kl. 13-15 en einnig er hægt að skoða sýninguna Heimurinn heima á Pallinum. Á sýningunni má skoða skringilegasta fjölbýli Garðabæjar sem samanstendur af 12 heimilum sem sköpuð voru í hönnunarsmiðjum sem allir 4. bekkingar Garðabæjar tóku þátt í.

Á Bókasafni Garðabæjar verður hægt að föndra úr afskrifuðum bókum og einnig hægt að skoða sýninguna Músagangur á Bókasafninu sem unnin er af leikskólabörnum í Garðabæ.

Þá mun fornleifafræðingur leiðsegja í Minjagarðinum á Hofsstöðum við Kirkjulund en leiðsögn lýkur á margmiðlunarsýningunni Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7.

Viðburðirnir marka lok Barnamenningarhátíðar í Garðabæ og eru allir ókeypis.


Á mánudaginn hófst því fjörið og sjá mátti forvitna og fróðleiksfúsa 7. bekkinga fræðast með fornleifafræðingi í Minjagarðinum á Hofsstöðum og sýningunni Aftur til Hofsstaða en fyrsti hópurinn af þremur mætti kl. 9 í garðinn. Á sama tíma mættu svo 3. bekkingar í Hönnunarsafnið og 5. bekkingar í ritsmiðju á Bókasafnið. Fyrstu bekkingar fengu hinsvegar að dansa í sólinni.

750 börn njóta dagskrár dagana 17. – 21. apríl í Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar, Minjagarðinum á Hofsstöðum og Aftur til Hofsstaða og á Garðatorgi. 

337726186_246732257759634_7808659401236048200_n