18. feb. 2021

Bláfjallarútan byrjar að keyra í dag 18. febrúar frá Ásgarði

Garðbæingar sem stunda skíði geta nú tekið rútu frá Garðabæ í Bláfjöll alla virka daga og um helgar þegar opið er á skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum. Bláfjallarútan fer frá Ásgarði í Garðabæ  

  • Bláfjöll
    Mynd fengin af vef skíðasvæðanna

Garðbæingar sem stunda skíði geta nú tekið rútu frá Garðabæ í Bláfjöll alla virka daga og um helgar þegar opið er á skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum.  Garðabær hefur gert samkomulag við rútufyrirtækið Teit Jónasson um áætlunaraksturinn.  

Fyrsta ferðin verður fimmtudaginn 18. febrúar 2021.  Bláfjallarútan fer frá Ásgarði (á stoppistöð strætó, rétt hjá aðalbílastæði íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs) með viðkomu í Hafnarfirði og þaðan í Mjódd, Norðlingaholt og í Bláfjöll.

Upplýsingar um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Bláfjöll og Skálafell, má sjá á vef skíðasvæðanna. 

Allir 12 ára og eldri sem geta verið á eigin vegum í fjallinu geta keypt sér far með rútunni.
Verð fyrir rútuferð er 3000 kr báðar leiðir  (2700 kr aðra leið) og hægt er að kaupa 10 skipta kort í rútuna fyrir 26.000 kr.  Greitt er um borð í rútunni og hægt er að greiða með korti.

Bláfjallarútan - tímatafla: Ásgarður - Bláfjöll

Virkir dagar

Brottfararstaður Tími Áfangastaður
Ásgarður Garðabær 15:40 Bláfjöll
Flatahraun Hfj 15:50 Bláfjöll
Olís Mjódd 16:15 Bláfjöll
Olís Norðlingaholt 16:25 Bláfjöll
Bláfjöll 21:05 Reykjavík

Helgar

Brottfararstaður Tími Áfangastaður
Ásgarður Garðabær 12:10 Bláfjöll
Flatahraun Hfj 12:20 Bljáfjöll
Olís Mjódd 12:40 Bláfjöll
Olís Norðlingaholt 12:50 Bláfjöll
Bláfjöll 17:05 Reykjavík