29. maí 2020

Árleg sumarhátíð Holtakots

Í síðustu viku hélt Heilsuleikskólinn Holtakot sína árlegu sumarhátíð.

  • Sumarhátíð Holtakots
    Sumarhátíð Holtakots

Í síðustu viku hélt Heilsuleikskólinn Holtakot sína árlegu sumarhátíð.  Að þessu sinni var sumarhátíðin tvískipt vegna veðurs og haldin dagana 20. maí og 22. maí sl. í útiverutími barnanna. Leikskólabörnin voru búin að útbúa kórónur og skreyta með táknum úr ,,uppbyggingastefnunni" sem þau báru á höfðinu á miðvikudeginum. Þær vinkonur Skoppa og Skrítla mættu í heimsókn til leikskólans í boði foreldrafélagsins við mikinn fögnuð barnanna enda vel þekktar á meðal þeirra. Þær stöllur sýndu lítinn leikþátt, sungu og fengu svo alla með sér í dans svo að börnin fengu heldur betur að taka þátt í sýningunni.

Sumarhátíð Holtakots

Föstudaginn 22. maí var ákveðið að skella upp nokkrum stöðvum í góða veðrinu og klára sumarhátíðina. Boðið var upp á meðal annars sápukúlur og krítar sem vekja alltaf mikla lukku.

Sumarhátíð Holtakots

Útskriftarathöfn í Holtakoti

Siðdegis miðvikudaginn 20. maí var útskriftarathöfn fyrir elstu börnin í leikskólanum sem byrja í grunnskóla næsta haust og var foreldrum þeirra boðið að koma og vera viðstödd þessa merku stund í lífi barnanna. Börnin byrjuðu á því að syngja nokkur lög sem þau voru búin að æfa saman fyrir gestina sína.
Öll fengu þau svo afhenta rauða rós, útskriftarskjal og ljósmynd af útskriftarhópnum sem deildarstjórarnir á Tröð og Hliði afhentu sínum börnum. 

Útskrift Holtakots Lesa má nánar um sumarhátíðina og útskriftarathöfnina í frétt hér á vef Holtakots.