28. mar. 2023

75% nýting á hvatapeningum

Alls var 75% nýting á hvatapeningum árið 2022. 3.705 börn í Garðabæ áttu rétt á hvatapeningum og 2.761 barn nýtti sér réttinn. Heildarúthlutun hvatapeninga var 133.294.802 kr.

  • Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?

Alls var 75% nýting á hvatapeningum árið 2022. 3.705 börn í Garðabæ áttu rétt á hvatapeningum og 2.761 barn nýtti sér réttinn. Heildarúthlutun hvatapeninga var 133.294.802 kr.

Upphæð hvatapeninga var 50.000 á hvert barn 5 ára til 18 ára árið 2022 en þeir voru hækkaðir upp í 55 þúsund fyrir árið 2023.

Athygli vekur að nýtingin er afar misjöfn eftir árgöngum, þ.e. eftir því sem börnin eru eldri, því minni er nýtingin. Við 11 ára aldur var nýtingin á hvatapeningum 91% árið 2022, en aðeins 41% hjá 18 ára aldrinum.

Notendur þriggja elstu árganganna nýta þá ekki hvatapeninga í jafn miklum mæli í skipulögðu starfi heldur frekar á líkamsræktarstöðvum. 

Hvatapeningar árið 2022 voru nýttir í 39 mismunandi námskeið/félög, mest í knattspyrnu, fimleika, körfubolta, handbolta og líkamsræktarkort.

Nemendur í tónlist nýta hvatapeninga vel en Tónlistarskóli Garðabæjar er í 6. sæti yfir greidda hvatapeninga.