Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Hafnarfjarðarvegur, Vífilsstaðavegur og aðliggjandi deiliskipulagssvæði

17.9.2019

Deiliskipulagsbreyting.

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 2. maí 2019 eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar. 

Gildistaka: Tillögurnar hafa öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. september 2019, nr. 855/2019. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst. 

  1. Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag.
    Deiliskipulag stofnbrautar sem nær til Hafnarfjarðarvegar frá gatnamótum við Vífilsstaða­veg að gatnamótum við Lyngás/Lækjarfit. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir bráðabirgða­endur­bótum á Hafnarfjarðarvegi og gatnamótum við Vífilsstaðaveg að gatnamótum við Lyngás/Lækjar­fit. Markmið deiliskipulagsins er að bæta umferðarflæði á Hafnarfjarðarvegi og úr aðliggjandi byggð og að auka öryggi akandi og gangandi vegfarenda.   
  2. Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag.
    Deiliskipulag tengibrautanna Vífilstaðavegar og Bæjarbrautar, frá Litlatúni að Reykjanes­braut og að Hofsstaðabraut. Markmið deiliskipulagsins er að auka öryggi gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og bæta umferðarflæði. Skýringaruppdráttur 1 - Skýringaruppdráttur 2 - Skýringaruppdráttur 3
  3. Ásgarður, breyting deiliskipulags.
    Breytingin gerir m.a. ráð fyrir breyttri legu göngustígs við Hraunsholtslæk og á fyrirkomu­lagi bílastæða og breytingu á gatnamótum við Vífilsstaðaveg.
  4. Miðbær, neðsta svæði (svæði III), breyting deiliskipulags.
    Breytingin gerir ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki sem nemur gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, til samræmis við deiliskipulag Hafnarfjarðarvegar. 
  5. Hörgatún 2, breyting deiliskipulags.
    Breytingin gerir ráð fyrir skerðingu í norðvesturhorni lóðar vegna útfærslu á hringtorgi á gatnamótum Litlatúns/Flataskóla og Vífilsstaðavegar til samræmis við deiliskipulag Vífils­staðavegar og Bæjarbrautar. 
  6. Ásar og Grundir, breyting deiliskipulags.
    Breytingin gerir m.a. ráð fyrir breytingum á stígum o.fl. næst Hafnarfjarðarvegi og breyt­ingum á lóðarmörkum að Lyngási 2. 
  7. Hraunsholt eystra, breyting deiliskipulags.
    Breytingin gerir m.a. ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki við gatnamót Lækjarfitjar og Hafnarfjarðarvegar.