• 5.12.2018, 20:00, Vídalínskirkja

Aðventu- og jólatónleikar Kórs Vídalínskirkju kl. 20

  • Aðventutónleikar

Árlegir aðventu- og jólatónleikar Kórs Vídalínskirkju verða í Vídalínskirkju miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00.

Árlegir aðventu- og jólatónleikar Kórs Vídalínskirkju verða í Vídalínskirkju miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00.

Að þessu sinni syngur Erla Björg Káradóttir sópran einsöng með kórnum, en hún hefur unnið með Kór Vídalínskirkju og raddþjálfað kórfélaga á þessu hausti. Með kórnum leika einnig tveir hljóðfæraleikarar, Douglas Brotchie organisti og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, en hún er jafnframt félagi í Kór Vídalínskirkju. Stjórnandi á tónleikunum er Jóhann Baldvinsson organisti Vídalínskirkju.

Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt, hefðbundin og nýleg aðventu- og jólalög, ýmist með eða án undirleiks og kórlög með einsöng og ennig mun tónleikagestum gefast kostur á að syngja með í nokkrum lögum í raddsetningum Anders Öhrwall og David Willcocks. Þá verða flutt lög eftir íslensk tónskáld, m.a. Jón Ásgeirsson, en hann fagnar á þessu hausti 90 ára afmæli sínu.
Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og kjörið að koma í Vídalínskirkju í upphafi aðventu, hlusta á og taka þátt í söng og undirbúa þannig komu jólanna. Eins og venjulega er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Viðburðurinn á Facebook.