13. okt. 2017

Stefna í málefnum eldri borgara komin á prent

Jónshús, félagsmiðstöð eldri borgara, hélt upp á 10 ára afmæli sitt 5. október sl. Í afmælisveislunni var stefnu í málefnum eldri borgara dreift um húsið en stefnan kom nýverið út í prentuðum bæklingi.

  • Stefnaí málefnum eldri borgara - bæklingur
    Stefnaí málefnum eldri borgara - bæklingur

Jónshús, félagsmiðstöð eldri borgara, hélt upp á 10 ára afmæli sitt 5. október sl. Í afmælisveislunni var stefnu í málefnum eldri borgara dreift um húsið en stefnan kom nýverið út í prentuðum bæklingi. Sjá frétt um afmæli Jónshúss hér. 

Hægt er að nálgast bæklinginn í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7, og einnig er hann aðgengilegur í Jónshúsi, og í þjónustumiðstöðinni og hjúkrunarheimilinu Ísafold. 

Stefnan er jafnframt aðgengileg hér á vef Garðabæjar á rafrænu formi:
Stefna í málefnum eldri borgara í Garðabæ 2016-2026 (pdf-skjal 29 MB)

Heildstæð þjónusta, hugmyndafræði og gildi

Í vinnu við stefnumótun í málefnum eldri borgara 2016 – 2026 var lagt upp með að skapa heildstæða sýn þar sem horft er á alla þjónustu Garðabæjar við eldri borgara sem eina heild. Í stefnunni er dregið fram hvaða málaflokkar í bæjarfélaginu hafa áhrif á líf og lífsgæði eldri borgara og áherslur bæjarfélagsins settar fram.